Skilmálar

Verð

Verð er í íslenskum krónum með VSK. Verð er birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða prentvillur.

Afhending vöru og sendingarkostnaður.

Vörur pantaðar í vefverslun eru sendar innan tveggja virkra daga frá því að pöntun og greiðsla hefur farið fram. Ef vara er ekki til á lager tekur almennt 7 – 14 virka daga að fá hana frá birgjum. Í því tilviki er haft samband við kaupanda og honum boðið bíða eftir vörunni, eða fá hana endurgreidda að fullu.

Vörur eru sendar með Íslandspósti nema kaupandi óski sérstaklega eftir öðru.  Afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda um afhendingar sem Íslandspóstur sér um. H & K heildverslun ehf, ber samkvæmt fyrrnefndu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Sé keypt fyrir 30.000 krónur eða meira sendum við vöruna til þín án nokkurs aukakostnaðar. Sé keypt fyrir lægri upphæð en 30.000 kr. er sendingargjaldið 1.450 kr.

Vörunni fylgir reikningur sem gildir einnig sem ábyrgðarskírteini. Á reikningi kemur fram að varan hafi verið keypt í netverslun.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin enda sé varan í upprunalegum umbúðum og hafi ekki verið notuð.  H & K heildverslun ehf. endirgreiðir þá kaupverð að fullu að undanskildum sendingarkostnaði.

Sé varan gölluð endurgreiðir H & K heildverslun ehf. einnig sendingarkostnað.

Greiðsluskilmálar

Vörur í vefverslun er hægt að greiða fyrir með debit eða kreditkorti. Vefgreiðslur fara fram í gegnum greiðslukerfi Borgunar og eru öll samskipti dulkóðuð.

Um vefverslun H & K heildverslunar ehf. gilda lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000, lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 og lög um neytendakaup 48/2003.

Sérpantanir

Í þeim tilvikum sem vara er sérpöntuð fyrir viðskiptavin þá gilda ofangreindar skilareglur ekki. Sama á við þegar starfsmenn H & K heildverslunar ehf. nota vefverslunina til að ganga frá sölu á vöru sem hefur verið sýnd viðskiptavini á staðnum og vefverslunin er eingöngu notuð til að ganga frá greiðslu með debit eða kreditkorti. Í þessum tilvikum er salan skráð á netfang H & K heildverslunar ehf. og kaupandi fær ekki staðfestingu á kaupunum í tölvupósti.

Með því að panta vöru og greiða fyrir með greiðslukorti, staðfestir kaupandi að hann hafi kynnt sér og samþykki ofangreinda skilmála.