BST-12 Mælitæki fyrir rafgeyma

LAUNCH BST-12 greiningartölva fyrir rafgeyma og rafmagnskerfi í bílum. Með LAUNCH BST-12 er fljótlegt að kanna ástand rafgeymis, startara og altenators bílsins. Niðurstöður eru áreiðanlegar og þú færð þær á innan við mínútu. Innbyggði prentarinn prentar svo út niðurstöður fyrir viðskiptavininn.

Próf sem LAUNCH BST-12 framkvæmir

 • Rafgeymapróf.
 • Próf á jarðtengingu.
 • Próf á startara.
 • Próf á alternator.

BST-12 notar nýja tækni við að mæla Cold Cranking Amps (CCA) í rafgeymum þegar verið er að starta bílnum. Með BST-12 getur þú prófað flestar gerðir 12V rafgeyma s.s. WRLA, MF, SMF, AGM og GEL rafgeyma.

Ný tækni við mælingar tryggir betri niðurstöðu

BST-12 mælir innri mótstöðu í rafgeyminum. Niðurstaðan er síðan notuð til að reikna nákvæmlega ástand rafgeymisins. BST-12 gefur upp hvort skipta þurfi um rafgeymi og líka hversu mikið er gengið á líftíma rafeymisins í %.

LAUNCH BST-12 greiningartölvan fyrir rafgeyma er einföld í notkun

Skýr LCD skjár leiðir þig í gegnum skrefin sem þarf að framkvæma og niðurstaðan birtist á skjánum.

BST-12 er með innbyggðan prentara þannig að þú getur prentað niðurstöðurnar beint út og látið viðskiptvininn hafa þær. Einnig er hægt að tengja BST-12 við tölvu og prenta niðurstöður út í gegnum hana. Tengisnúra fylgir með.

TÆKNILÝSING

 • Vinslusvið: 9v - 15v DC (max)
 • Vinnur með öllum 12v bílarafgeymum.
 • Vinnslutími á prófi: Innan við 5 sekúndur.
 • Greiningarsvið (Amper):
 • CCA: 100 - 1700Amps
 • IEC: 100 - 1000Amps
 • JIS# : 100 - 1700Aps
 • EN: 100-1700Amps
 • DIN: 100 - 1000AmpsISK 53.000


Til baka