QUIXX Málmbón og slípiefni

QUIXX Málmbón – virkar á alla málma

3 lausnir í einni – Hreinsar, slípar og lokar, allt í einu skrefi.

QUIXX málmbónið er einstakt hreinsiefni fyrir málma eins og króm, ál, magnesíum, brass, kopar, nikkel, ryðfrítt stál svo eitthvað sé talið.

Sjáðu hvernig QUIXX All Metal Polish virkar:

QUIXX málmbónið:

 • 3 lausnir í einni – Hreinsar, slípar og lokar í einu skrefi.
 • Skilar glansandi flottu yfirborði á krómi, stáli, áli, kopar og mörgum öðrum málmum.
 • Fjarlægir oxun, ryð, tjöru, bremsuryk og minni rispur.
 • Skilar mjög góðum árangri með lágmarks fyrirhöfn.

Gerðu málmhluti skínandi flotta með QUIXX málmbóninu. Það hreinsar, slípar og lokar yfirborði málmsins. Hentar vel á alla málma, sérstaklega á ryðfrítt stál, ál og króm. Mjög þægilegt í notkun.

SVONA VIRKAR QUIXX MÁLMBÓNIÐ

Þetta er vaskur sem var farinn ansi illa. Það höfðu staðið dósir í honum sem ryðguðu og skildu eftir ljóta bletti. Allar tilraunir til að lagfæra hann höfðu verið árangurslausar.

Svona lítur vaskurinn út eftir 15 mínútna meðferð með QUIXX All Metal Polish. Við hreinsunina var bara notaður svampur og tuska.

Hér sést vel hvernig "bónhúðin" sem QUIXX All Metal Polish skilur eftir, hrindir frá sér vatni.

QUIXX All Metal Polish hentar á alla málma.

Hentar mjög vel til að hreinsa:

 • Álfelgur (ekki lakkaðar)
 • Krómfelgur
 • Króm á mótorhjólum
 • Hurðahúna
 • Byssur
 • og svo auðvita stálvaska

LEIÐBEININGAR

 • Hreinsið gróf óhreinindi af hlutnum til að koma í veg fyrir rispur.
 • Setjið smávegis af QUIXX málmbóni á hlutinn.
 • Strjúkið QUIXX málmbóninu mjúklega yfir yfirborð hlutsins með hreinum klút þangað til svart sindur myndast. Það þarf ekki að strjúka kröftulega og það getur jafnvel skemmt króm að strjúka það af of mikilli hörku.
 • Hreinsið efnisleifar af með hreinni tusku eða micro-fiber klút.

Sendingarkostnaður 0 kr. um allt land ef pöntun er greidd með debit eða kreditkorti. Ef óskað er eftir vörunni í póstkröfu leggst 1.500 kr. póstkröfugjald við vöruverð.


Söluaðilar: Sjá hér


ISK 2.376


Til baka