QUIXX Viðgerðarsett fyrir bílljós

QUIXX Headlight Restoration Kit

Hreinsar bílljós og lokar yfirborði þeirra.

Eru ljósin á bílnum orðin mött, skýjuð, gul og rispuð?

Nú þarft þú ekki að kaupa ný ljós. Með QUIXX Headlight Restoration Kit er fljótlegt, einfalt og ódýrt að gera bílljósin eins og ný.

GÓÐ LJÓS ERU MIKILVÆG

Ljósin á bílnum eru mikilvægt öryggistæki. Þegar þau verða skýjuð þá minnkar birtan frá þeim og þú sérð veginn verr.

Skoðunarstöðvar gera nú athugasemdir ef ljós eru orðin skýjuð og það getur þýtt endurskoðun með tilheyrandi kostnaði.

ALLIR GETA NOTAÐ QUIXX

QUIXX er mjög einfalt í notkun. Í pakkanum fylgir allt sem þú þarft til að gera bílljósin eins og ný

1 x QUIXX Acrylic Glass Scratch Remover.
1 x Headlight Lens Sealer.
1 x Pússikubbur.
4 x 2000 sandpappír (vatns).
4 x 3000 sandpappír (vatns).
4 x 5000 sandpappír (vatns).
4 x Micro fiber klútar.

Headlight Lens Sealerinn berð þú á ljósin eftir að þú ert búin að hreinsa þau. Hann kemur í veg fyrir að ljósin fari að gulna aftur. Til að viðhalda varnarhúðinni er mælt með að bera Headlight Lens Sealerinn á með 2 – 3 mánaða millibili.

Hér er myndband sem sýnir hvernig þú notar QUIXX Headlight Restoration Kit til að gera bílljósin eins og ný.


PANTAÐU QUIXX HEADLIGHT RESTORATION KIT Í DAG

Þú getur pantað QUIXX hér á heimsíðunni eða keypt það hjá:

AMG Aukaraf
Dalbrekku 16
200 Kópavogi

FÍB
Skúlagötu 19
101 Reykjavík

ÓDÝRARI KOSTUR

Ef ljósin á bílnum eru bara farin að gulna aðeins þá getur verið nóg að nota bara QUIXX Acrylic Glass Scratch Remover. Sjá nánar hér.

Vertu örugg/ur í umferðinni með tærum og björtum bílljósum. QUIXX Headlight Restoration er einfalt, áhrifríkt og auðvelt í notkun. Ekki keyra með skýjuð ljós deginum lengur. Pantaðu QUIXX Headlight Restoration Kit núna.

LEIÐBEININGAR

Undirbúningur: Hreinsið ljósin til að losna við ryk og óhreinindi. Setjið maska (límband) í kringum ljósin til að fyrirbyggja að bílinn rispist meðan þú lagfærir ljósin.

Meðferð:

Mött ljós og ljós sem hafa gulnað

1.Slípið ljósið, þéttingsfast með QUIXX PLASTIC POLISH. Notið klútinn sem fylgir með og gúmmí kubbinn. Því fastar sem þú strýkur því hraðar gengur meðferðin. Ef ljósið er í mjög slæmu ástandi farið þá í skref 2.

2.Bleytið sandpappírinn sem fylgir með. Byrjið á að slípa ljósið lárétt með sandpappír af grófleikanum 2000 (fylgir með), þangað til rispurnar sjást ekki lengur. Skolið ljósið.

3.Slípið nú ljósið lóðrétt með sandpappír af grófleikanum 3000 (fylgir með). Muna að bleyta sandpappírinn fyrir notkun. Þegar þú ert búinn að slípa ljósið skolaðu það þá.

4.Næst tekur þú sandpappírinn af grófleikanum 5000 (fylgir með). Bleytir hann og slípar ljósið lárétt. Eftir slípun skolar þú ljósið.

5.Að lokum notar þú QUIXX PLASTIC POLISH (fylgir með) til að gera yfirborð ljóssins spegilslétt. Slípaðu ljósið lárétt og notaðu góðan þrýsting.

6.Lokaskref: Hreinsaðu allar leifar af efnum af ljósinu með blautum klút. Taktu maskan af svæðinu umhverifs ljósið. Að lokum berðu Sealer á ljósið sem tryggir að það verður hreinna lengur.

Leiðbeiningar fyrir Ljósa “Sealer”

1.Hreinsaðu ljósið vel

2.Sprautaðu QUIXX “sealer” á ljósið og dreyfðu því jafnt yfir ljósið með meðfylgjandi klút.

3.Leyfðu “sealernum” að þorna (tekur um 5 – 10 mínútur eftir hitastigi).

4.Pússaðu ljósið með hreinum klút þangað til að verður tært.

Til að hámarka árangur endurtaktu þessa meðferð á 3 mánaða fresti. Á veturnar getur verið gott að gera þetta oftar.

Sendingarkostnaður 800 kr. um allt land ef pöntun er greidd með debit eða kreditkorti. Ef óskað er eftir vörunni í póstkröfu leggst 1.500 kr. póstkröfugjald við vöruverð.

TILBOÐ: PANTAÐU QUIXX HEADLIGHT RESTORATION KIT Í DAG, BORGAÐU MEÐ GREIÐSLUKORTI OG VIÐ SENDUM PAKKAN TIL ÞÍN ÁN SENDINGARKOSTNAÐAR .

Við erum á Facebook - þar eru fleiri myndbönd sem sýna QUIXX vörur í notkun.

Söluaðilar: Sjá hér


ISK 4.382


Til baka